Krabbarnir

Ég fór á fiskmarkað. Við smökkuðum krabba nokkra. Ég smakkaði hrognin. Ég kúgaðist af þeim en gott að þau voru ekki mörg. Svo var allur fiskurinn er ég fór að skoða fiskinn. Ég með klóna af krabbanum í nefinuÉg sá rauðan rómara, lúðu, síli, skötu og lifandi krabba. Ég snerti einn. Við tókum mynd af þeim sem ég get sýnt ykkur.  Svo var einhver sem keypti þrjá lifandi krabba.

Ég var í bingói í skólanum. Ég vann aldrei en ein kona sem vann þrisvar sinnum. Ég lék leikrit um gíraffa sem hét Gerald og sögumaðurinn var stelpa frá South Africa og hún lék ömmu. 4 krakkar voru fílar, þeir dönsuðu eitthvað. Aparnir dönsuðu rokk, nashyrningarnir dönsuðu tja tja tja. Ég var ljón og ég tansaði tangó. The zebra dönsuðu einhvern dans. Mamma var að koma frá Malaví.


Strönd og flutningar

Ég fór á ströndina og þar var kona sem var að hekla og það er að prjóna með einni nál og hún var búin með fjögur teppi. Við fórum út í sjó og líka að tína skeljar og sáum dauða marglittu á þurru landi. Og við héldum áfram. Þá sáum við aðra en hún var minni. Og við vorum að tína skeljar. Ég fann eina. Það var grafin Z í hana. Ég fór á hótel í veislu og það voru eldingar. Ég var inni. Þá sá ég eldingu. Hún var alveg blá. Ég var að flytja og við þurftum tvo bíla til þess að flytja alla kassana. Ég var heima og ég var að horfa á Narníu. Þá stoppaði myndin í tölvunni tvisvar sinnum. Við þurftum að fara yfir allar auglýsingarnar aftur. Þá hringdi Marta, hún var í Kruger þjóðgarðinum. Hún sagðist hafa séð hlébarða sem var búinn að veiða antilópu og væri uppi í tré að éta hana. Nú er ég að fara að borða. Ein kona var að þvo salatið og það var snigill á salatinu. Sigurður Gísli frændi á afmæli í dag líka Erla frænka og Ásdís systir verður fjögurra ára á morgun, þá á líka Gunnhildur líka afmæli og Hlín kennari og kærastinn hennar GTR.


Í boði hjá Jóhanni og Fífí

Ég var í boði hjá Jóhanni og Fífí og þau eiga ótrúlega mikið öryggi. Það er einn næturvörður og annar sem passar öll húsin þarna. Þau hafa tvo rosalega varðhunda sem eru miklu sterkari en sjefferhundar. Þeir gætu dregið Georg þótt að sjefferhundar séu alnir upp í að verja fólk þau hafa háa girðingu sem er með gaddavír ofan á, líka rafmagnslínum, fyrir neðan gaddavírinn og vörðurinn er með kylfu og þau voru með þjóna í veislunni. Ég var að keyra á eina ströndina og ég var í einn tíma þangað og þegar við komum þá var ferja sem maður þurfti að fara á, var biluð, og ég þurfti að fara alla leið til baka á aðra strönd. Ég sá rosalega spíttbáta með rosalegum mótorum, það var ótrúlegt. Þegar við vorum að fara heim þá fórum við aðeins á flugvöllinn að skoða flugvélar og ég sá tvær þyrlur og það var verið að búa til hina og ég sá líka einkaþyrlu, flugvél sem ég og pabbi ætlum kannski að fljúga í. Kannski bara með tveimur frammí-sætum, sem ég má sitja í og ég hlakka dálítið til. Rafmagnið sló út hjá okkur á hótelinu og ég fór á leikvöllinn og það fyrsta sem ég sá var röndótt eðla og ég reyndi að ná henni, þá fór hún undir pall og ég kíkti undir pallinn og ég sá tvö eðlupör. Ég var í skólanum, á bókasafninu og það var síðasti tíminn, ég var að skoða einhverja risaeðlubók, og áður en ég vissi af þá voru allir farnir nema ég.


Mús í húsinu

Ég er með moskítóbit og ég á fuglabók með 528 blaðsíðum og það eru 44 blaðsíður um ránfugla. Ég er ennþá á hóteli og rassinn á antilópunum er McDonnalds-merkið. Klukkan hjá okkur er tveimur Mynd 130kluttutímum á undan ykkur. Um kvöldið voru eldingar og þegar þær komu niður var blár himinn. Pabbi var að ýta mér í rólu og hann ýtti mér næstum því í heilan hring og pabbi gróf lifandi margfætlu en hún komst sjálf upp á yfirborð, sjálfbjarga. Ég sá eðlu og náði henni í lófann og þegar ég opnaði lófann þá var skottið á henni laust, skrýtið. Ég fór á ströndina og ég fór í sjóinn og þá kom önnur íslensk kona sem hét Þóra Kristín og sagði að þegar eðlur verða hræddar þá missi þær skottið og ég hélt að það væri alvarlegt og ég er alltaf að skoða íbúðir og þær eru ótrúlega flottar og mig langar mest í eina. Það er sjoppa í skólanum og ein stelpa byrjar á því að fara í sjoppuna, hún er alltaf með buddu sem hún geymir peningana sína í. Og hérna er ein gáta: hvernig getur maður verið á sama stað og á sama tíma í jólafríinu og í sumarfríinu? Svar: Maður þarf að eiga heima í Moçambique. Allir í bekknum mínum heita Jake, Declan, Rino, Tinchia, Dercy, Nhelete, Joana, Jahson, Hallgrímur (ég), Jeranimo, Junier, Sarohit, Jonatan, Jasper, Leticia, Silvia, Ruvimbo, Pedro, Erica. Og í dag, 10. október, var ég að sýna leikrit sem var I like to move it moveit, I like to move it, move it, I like to move it, move it, you like to move it. Núna kann ég alla enskuna sem ég þarf að kunna fyrir skólann til að geta talað við krakkana. En hvað um það.

Í gærkvöldi sagði pabbi við mig: "Hallgrímur, viltu taka eðluna af klósettinu." Ég sagði já og ég fór og þá sagði pabbi: "hún fór til vinstri" og hann sagði aftur: "hún fór undir klósettið" og það sem ég sá var sætasta fyrirbæri sem ég hef séð, sem var mús. Og hún hljóp og ég hló og sagði við pabba: "Þetta fyrirbæri er mús." Og pabbi sagði: "Djöfullinn! Ég hata mýs!" Og ég varaði mömmu og Ásdísi við og við stóðum öll upp nema pabbi, hann lá uppi í rúmi og sagði: "Heyrðu, ég vil ekki standa upp, ég þoli ekki mýs!" Ein mús er einn stór djöfull. Þá sögðum við: "Jú, þú verður að hjálpa okkur". "Allt í lagi þá, herra og frú frekjudós." Og pabbi skaust inn í eldhús og náði í kústinn og hún hljóp og hljóp músin og hún faldi sig bakvið nokkra kassa, og svo skaust hún fram og réðst á tærnar á mér, og þá varð pabbi svo reiður að hann gerðist íshokkímaður og sópaði húsamúsinni út. Og núna 12. október var ég úti og hvað haldiði að ég hafi séð? Þá flugu tveir hrægammar yfir húsið og þeir voru svartir með smáhvítt á vængjunum og með rauðan háls, eins og pelikani, með langan gulan gogg. Þeir voru ótrúlega nálægt. En þeir flugu dálítið hratt yfir og alveg með fjaðralausan háls, rautt á skinn á þeim en við sáum bara einn í þjóðgarðinum. Skrýtið þótt það séu miklu fleiri dýr í Kruger þjóðgarðinum og ég var bara úti á hótelinu sem ég er á núna og núna er 13. október og ekki á morgun heldur hinn flyt ég í lásahús með annaðhvort 18 eða 20 lásum.


Besti dagur heims í Kruger þjóðgarðinum

Ég fór til Suður-Afríku og ég fór í Kruger þjóðgarðinn. Þar sá ég impala, sem er tegund af antilópu, kudu, sem er líka ein tegund antilópunnar og fiskiörn, ljón, þrjá krókódíla, og nashyrning, flóðhestaMynd 092 að slást um hver væri konungur og hver væri sterkastur. Ég sá líka gíraffa, sebrahesta og villikött og fílahjörð og ljónin voru annað hvort þrjú, fjögur eða fimm og fílahjörðin var með unga og fílahjörðin var hrædd um ungann og tók upp öskur og rak ljónin burt. Og við sáum villisvín og villisvínið labbaði á hnjánum og át og át og ég sá meira: rauða flugu og mamma sá mörð og pabbi keyrði næstum því á hann. Við sáum tatanga og ég sá bara villiköttinn og apa og við sáum hornbill, það er fugl og hann er með gulan gogg. Við sáum fugl og það var eins og hann væri í gulum sokkum. Þetta var ótrúleg sjón og ég datt greinilega í lukkupottinn. Rauða flugan var á blómi og það var fugl sem langaði í hana. Þegar fiskiörninn breiddi úr vængjunum þá var það líka ótrúleg sjón. Hann var brúnn með hvítan haus og með ótrúlegar klær, goggurinn var gulur og hann sat á grein og leit eftir bráð sem hann gæti sokkið klónum í. Og það gæti verið antilópuungi eða rosalega feit hagamús.

Þetta er lukkuhótel sem við vorum á þegar við vorum búin í þjóðgarðinum. Þar er sundlaug og róla og rennibraut, ótrúlegt. Í nótt voru þrumur og það var eins og Suður-Afríka væri að sprengja upp Moçambique.

Ef þið kíkið vel á myndina þá sjáið þið krókódílinn við eyjuna. Við vorum uppi á brú yfir Krókódílaá að horfa á hann. Eiginlega voru þeir tveir þarna en við náðum ekki mynd af hinum.


Dagur í Maputo

Það voru íþróttir í dag og ég var í söndulum og  ég mátti ekki vera í þeim. Og svo fór ég heim að Mynd 056læra og ég átti að lesa og gera eitthvað sem ég veit ekki hvað var. En hvað um það. Svo vorum við að fara til Margeirs, sem er einhver maður sem mamma þekkir og það var sundlaug í garðinum hjá honum og ég fór ofan í og það var ískalt, af því að það var svo heitt og þær eru til þess að kæla sig niður. Ég var í skólanum og ég sá fimm páfugla og það var einn fullorðinn og fjórir ungar. Og á leikskólanum hjá Ásdísi eru þrjár skjaldbökur, ein er minni, þær borða gras, og þessi minni hún vildi alltaf vera inni í dekki eða dekkjum. Og skjöldurinn á henni er dekkri en á hinum. Ein skjaldbakan bara át og át og hún var mjög fljót.

Ég vakna stundum svo snemma, stundum klukkan fjögur og núna vaknaði ég klukkan sex, það var betra að vakna klukkan sex. Og í dag sá ég kráku og þær eru með hvíta bringu og þær geta svifið niður. Og ég var í ensku afmæli á Mundos þar sem rennitbrautarklifurtækið er og mér finnst svo flott að það er Indverji í bekknum mínum og ég var í afmæli hjá honum og mömmurnar setja rauðan blett á ennið til að láta vita að þær séu giftar, það er flottari siður en að setja hring á sinn fingur. Í Afríku er eiginlega engin rigning og svo eru litlir fuglar sem eru á Íslandi, en skrýtið finnst mér.


Hér byrjar Sögubókin

Nú ætla ég að byrja að setja inn á síðuna það sem ég er búinn að skrifa í sögubókina mína, það er bók sem ég tók með mér frá Íslandi og ég skrifa í á hverjum degi.Ég að skrifa Sögubókina

Ég byrjaði að pakka, mamma var að taka til hjá mér og fann í hillunni vasahnífinn minn og ég pakkaði 5 hnífum bara til þess að tálga. Og í Afríku á pabbi eftir að fara á markaðinn og kaupa þar 20 hnífa bara fyrir mig og pabba og það væri gaman. Ég held alltaf að ég eigi heima í blokk í Maputo og kannski fer ég til Madagaskar. En þegar ég fer til Afríku þarf ég að fara til London, bíða þar allan daginn og fara klukkan átta um kvöld til Afríku og verð í 12 klukkutíma til Afríku og ég fer í eina flugvél í viðbót í 2 klukkutíma og svo þarf ég að keyra til hússins sem ég ætla að búa í.

Þetta skrifaði ég í flugvélinni:

Ég og fjölskylda mín vorum að fara í flugvélina í þrjá tíma og til London. Ég keypti StarWars flaug á flugvellinum í London, ég þurfti að bíða í 7 tíma og fara með jumbo þotu til Afríku.

Þetta skrifaði ég þegar ég var kominn til Afríku: 

Og í Afríku sáum við drekaflugur, eðlur, margfætlur og stóra snigla og húsflugur. Á kvöldin þegar maður er úti þarf maður að spreyja sig fyrir moskítóflugunum af því að þær bera stundum malaríuna. Þá þarf maður að taka sérstakar pillur á morgnana og líka á kvöldin heyrir maður í engisprettunum, en ég hef ekki séð þær. Margfætlurnar eru með miklu fleiri fætur en á Íslandi. Kannski eru þær með hundrað fætur og á einum veitingastað er rosalegt rennibrautarklifurstæði fyrir krakka. Þegar ég var á leiðinni heim á hótelið sá ég páfugl en hann var ekki með fjaðrirnar uppi en mér fannst svo skrítið að hann var í bænum en ekki í frumskógi og ég sá hann aftur og alls staðar eru litlir maurar. Ég fór í skólann á öðrum deginum og þá gat ég talað við alla í bekknum en ég gat ekki svarað einni spurninngu.

 


Ný bloggsíða frá Mozambique

Í dag er laugardagur og það er frí í skólanum. Mér finnst doldið erfitt að tala ensku þótt ég sé íslenskur. Ég er í Mozambique sem er í Afríku. Ég er ennþá á hóteli en við flytjum í hús í næstu viku. Við erum að flytja í hús sem er með annað hvort 18 eða 20 lásum fyrir svalirnar og einar svalirnar eru ótrúlegar stórar.

Ég hef verið að skrifa dagbók í stílabók sem ég tók með mér frá Íslandi, ég er með 3 bækur í viðbót og ætla næstu daga að setja textann hér inn á síðuna.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband