Hér byrjar Sögubókin

Nú ætla ég að byrja að setja inn á síðuna það sem ég er búinn að skrifa í sögubókina mína, það er bók sem ég tók með mér frá Íslandi og ég skrifa í á hverjum degi.Ég að skrifa Sögubókina

Ég byrjaði að pakka, mamma var að taka til hjá mér og fann í hillunni vasahnífinn minn og ég pakkaði 5 hnífum bara til þess að tálga. Og í Afríku á pabbi eftir að fara á markaðinn og kaupa þar 20 hnífa bara fyrir mig og pabba og það væri gaman. Ég held alltaf að ég eigi heima í blokk í Maputo og kannski fer ég til Madagaskar. En þegar ég fer til Afríku þarf ég að fara til London, bíða þar allan daginn og fara klukkan átta um kvöld til Afríku og verð í 12 klukkutíma til Afríku og ég fer í eina flugvél í viðbót í 2 klukkutíma og svo þarf ég að keyra til hússins sem ég ætla að búa í.

Þetta skrifaði ég í flugvélinni:

Ég og fjölskylda mín vorum að fara í flugvélina í þrjá tíma og til London. Ég keypti StarWars flaug á flugvellinum í London, ég þurfti að bíða í 7 tíma og fara með jumbo þotu til Afríku.

Þetta skrifaði ég þegar ég var kominn til Afríku: 

Og í Afríku sáum við drekaflugur, eðlur, margfætlur og stóra snigla og húsflugur. Á kvöldin þegar maður er úti þarf maður að spreyja sig fyrir moskítóflugunum af því að þær bera stundum malaríuna. Þá þarf maður að taka sérstakar pillur á morgnana og líka á kvöldin heyrir maður í engisprettunum, en ég hef ekki séð þær. Margfætlurnar eru með miklu fleiri fætur en á Íslandi. Kannski eru þær með hundrað fætur og á einum veitingastað er rosalegt rennibrautarklifurstæði fyrir krakka. Þegar ég var á leiðinni heim á hótelið sá ég páfugl en hann var ekki með fjaðrirnar uppi en mér fannst svo skrítið að hann var í bænum en ekki í frumskógi og ég sá hann aftur og alls staðar eru litlir maurar. Ég fór í skólann á öðrum deginum og þá gat ég talað við alla í bekknum en ég gat ekki svarað einni spurninngu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Hallgrímur
Flott blogg. Ertu búinn að sjá tígrisdýr?
Kveðja
Sigurður Gísli frændi

Sigurður Gísli (IP-tala skráð) 15.10.2006 kl. 15:41

2 identicon

Hæ, Hallgrímur ég sé að það er ýmislegt skemmtileg að gerast hjá þér. Órtúlega gaman að geta fylgst með því sem er að gerast hjá ykkur Afríkuförunum. Bið að heilsa öllum,
Hallgerður

Hallgerður Hallgrímsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2006 kl. 16:53

3 identicon

Sigurður Gísli! Tígrisdýr fyrirfinnast ekki í Afríku. Þau eiga heima í Asíu. Skoðaðu landakortið aftur.
Kjartan V.

Kjartan Valgarðsson (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 17:02

4 identicon

Nú?!!! Eruð þið ekki í Asíu?
Sigurður Gísli

Sigurður Gísli (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband