16.10.2006 | 06:58
Dagur í Maputo
Það voru íþróttir í dag og ég var í söndulum og ég mátti ekki vera í þeim. Og svo fór ég heim að læra og ég átti að lesa og gera eitthvað sem ég veit ekki hvað var. En hvað um það. Svo vorum við að fara til Margeirs, sem er einhver maður sem mamma þekkir og það var sundlaug í garðinum hjá honum og ég fór ofan í og það var ískalt, af því að það var svo heitt og þær eru til þess að kæla sig niður. Ég var í skólanum og ég sá fimm páfugla og það var einn fullorðinn og fjórir ungar. Og á leikskólanum hjá Ásdísi eru þrjár skjaldbökur, ein er minni, þær borða gras, og þessi minni hún vildi alltaf vera inni í dekki eða dekkjum. Og skjöldurinn á henni er dekkri en á hinum. Ein skjaldbakan bara át og át og hún var mjög fljót.
Ég vakna stundum svo snemma, stundum klukkan fjögur og núna vaknaði ég klukkan sex, það var betra að vakna klukkan sex. Og í dag sá ég kráku og þær eru með hvíta bringu og þær geta svifið niður. Og ég var í ensku afmæli á Mundos þar sem rennitbrautarklifurtækið er og mér finnst svo flott að það er Indverji í bekknum mínum og ég var í afmæli hjá honum og mömmurnar setja rauðan blett á ennið til að láta vita að þær séu giftar, það er flottari siður en að setja hring á sinn fingur. Í Afríku er eiginlega engin rigning og svo eru litlir fuglar sem eru á Íslandi, en skrýtið finnst mér.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 07:10 | Facebook
Athugasemdir
Það er gaman að lesa þetta, Hallgrímur. Ég vona að þú haldir áfram að skrifa sögur frá Afríku. Hér á íslandi er brjálað veður í dag, hvasst og kalt. Ég var að koma heim í gær frá Þýskalandi þar sem ég var á upplestrarferðalagi, það er að segja að ég var að lesa upp úr bókinni minni, Roklandi. Bestu kveðjur frá Kára Daníel og Margréti Maríu sem sakna ykkar mikið. - Hallgrímur frændi.
Hallgrímur frændi (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.