Besti dagur heims í Kruger þjóðgarðinum

Ég fór til Suður-Afríku og ég fór í Kruger þjóðgarðinn. Þar sá ég impala, sem er tegund af antilópu, kudu, sem er líka ein tegund antilópunnar og fiskiörn, ljón, þrjá krókódíla, og nashyrning, flóðhestaMynd 092 að slást um hver væri konungur og hver væri sterkastur. Ég sá líka gíraffa, sebrahesta og villikött og fílahjörð og ljónin voru annað hvort þrjú, fjögur eða fimm og fílahjörðin var með unga og fílahjörðin var hrædd um ungann og tók upp öskur og rak ljónin burt. Og við sáum villisvín og villisvínið labbaði á hnjánum og át og át og ég sá meira: rauða flugu og mamma sá mörð og pabbi keyrði næstum því á hann. Við sáum tatanga og ég sá bara villiköttinn og apa og við sáum hornbill, það er fugl og hann er með gulan gogg. Við sáum fugl og það var eins og hann væri í gulum sokkum. Þetta var ótrúleg sjón og ég datt greinilega í lukkupottinn. Rauða flugan var á blómi og það var fugl sem langaði í hana. Þegar fiskiörninn breiddi úr vængjunum þá var það líka ótrúleg sjón. Hann var brúnn með hvítan haus og með ótrúlegar klær, goggurinn var gulur og hann sat á grein og leit eftir bráð sem hann gæti sokkið klónum í. Og það gæti verið antilópuungi eða rosalega feit hagamús.

Þetta er lukkuhótel sem við vorum á þegar við vorum búin í þjóðgarðinum. Þar er sundlaug og róla og rennibraut, ótrúlegt. Í nótt voru þrumur og það var eins og Suður-Afríka væri að sprengja upp Moçambique.

Ef þið kíkið vel á myndina þá sjáið þið krókódílinn við eyjuna. Við vorum uppi á brú yfir Krókódílaá að horfa á hann. Eiginlega voru þeir tveir þarna en við náðum ekki mynd af hinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ elsku besti frændi hvernig hefuru það?gaman að lesa bloggið þitt. mamma segir að þú eigi að passa þig á dýrunum.
kv.Fanney Sif

Fanney Sif (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband