18.10.2006 | 12:45
Mús í húsinu
Ég er með moskítóbit og ég á fuglabók með 528 blaðsíðum og það eru 44 blaðsíður um ránfugla. Ég er ennþá á hóteli og rassinn á antilópunum er McDonnalds-merkið. Klukkan hjá okkur er tveimur kluttutímum á undan ykkur. Um kvöldið voru eldingar og þegar þær komu niður var blár himinn. Pabbi var að ýta mér í rólu og hann ýtti mér næstum því í heilan hring og pabbi gróf lifandi margfætlu en hún komst sjálf upp á yfirborð, sjálfbjarga. Ég sá eðlu og náði henni í lófann og þegar ég opnaði lófann þá var skottið á henni laust, skrýtið. Ég fór á ströndina og ég fór í sjóinn og þá kom önnur íslensk kona sem hét Þóra Kristín og sagði að þegar eðlur verða hræddar þá missi þær skottið og ég hélt að það væri alvarlegt og ég er alltaf að skoða íbúðir og þær eru ótrúlega flottar og mig langar mest í eina. Það er sjoppa í skólanum og ein stelpa byrjar á því að fara í sjoppuna, hún er alltaf með buddu sem hún geymir peningana sína í. Og hérna er ein gáta: hvernig getur maður verið á sama stað og á sama tíma í jólafríinu og í sumarfríinu? Svar: Maður þarf að eiga heima í Moçambique. Allir í bekknum mínum heita Jake, Declan, Rino, Tinchia, Dercy, Nhelete, Joana, Jahson, Hallgrímur (ég), Jeranimo, Junier, Sarohit, Jonatan, Jasper, Leticia, Silvia, Ruvimbo, Pedro, Erica. Og í dag, 10. október, var ég að sýna leikrit sem var I like to move it moveit, I like to move it, move it, I like to move it, move it, you like to move it. Núna kann ég alla enskuna sem ég þarf að kunna fyrir skólann til að geta talað við krakkana. En hvað um það.
Í gærkvöldi sagði pabbi við mig: "Hallgrímur, viltu taka eðluna af klósettinu." Ég sagði já og ég fór og þá sagði pabbi: "hún fór til vinstri" og hann sagði aftur: "hún fór undir klósettið" og það sem ég sá var sætasta fyrirbæri sem ég hef séð, sem var mús. Og hún hljóp og ég hló og sagði við pabba: "Þetta fyrirbæri er mús." Og pabbi sagði: "Djöfullinn! Ég hata mýs!" Og ég varaði mömmu og Ásdísi við og við stóðum öll upp nema pabbi, hann lá uppi í rúmi og sagði: "Heyrðu, ég vil ekki standa upp, ég þoli ekki mýs!" Ein mús er einn stór djöfull. Þá sögðum við: "Jú, þú verður að hjálpa okkur". "Allt í lagi þá, herra og frú frekjudós." Og pabbi skaust inn í eldhús og náði í kústinn og hún hljóp og hljóp músin og hún faldi sig bakvið nokkra kassa, og svo skaust hún fram og réðst á tærnar á mér, og þá varð pabbi svo reiður að hann gerðist íshokkímaður og sópaði húsamúsinni út. Og núna 12. október var ég úti og hvað haldiði að ég hafi séð? Þá flugu tveir hrægammar yfir húsið og þeir voru svartir með smáhvítt á vængjunum og með rauðan háls, eins og pelikani, með langan gulan gogg. Þeir voru ótrúlega nálægt. En þeir flugu dálítið hratt yfir og alveg með fjaðralausan háls, rautt á skinn á þeim en við sáum bara einn í þjóðgarðinum. Skrýtið þótt það séu miklu fleiri dýr í Kruger þjóðgarðinum og ég var bara úti á hótelinu sem ég er á núna og núna er 13. október og ekki á morgun heldur hinn flyt ég í lásahús með annaðhvort 18 eða 20 lásum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:52 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Hallgrímur. Mér finnst þessi bloggsíða þín algjör snilld. Ég kíki á hverjum degi. Veistu, hann pabbi þinn hefur alltaf verið svolítil skræfa hvað mýs varðar :) Keep on writing ! (þú skilur ensku núna ekki satt?:)
Vera frænka
Vera (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 21:16
Vá roslega flott bloggsíða hjá þér, mér fynst þú mjög flinkur að skrifa svona mikið. Það hlítur samt að vera rosalega spennandi að búa í Afríku, mörg skrítin dýr og hlutir sem maður sér aldrei að Íslandi. Gangi þér vel í Mozambique. Og vertu duglegur að skrifa á Íslensku.
Kveðja Sigrún.
Sigrún Friðriksdóttir, 18.10.2006 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.