19.10.2006 | 08:53
Í boði hjá Jóhanni og Fífí
Ég var í boði hjá Jóhanni og Fífí og þau eiga ótrúlega mikið öryggi. Það er einn næturvörður og annar sem passar öll húsin þarna. Þau hafa tvo rosalega varðhunda sem eru miklu sterkari en sjefferhundar. Þeir gætu dregið Georg þótt að sjefferhundar séu alnir upp í að verja fólk þau hafa háa girðingu sem er með gaddavír ofan á, líka rafmagnslínum, fyrir neðan gaddavírinn og vörðurinn er með kylfu og þau voru með þjóna í veislunni. Ég var að keyra á eina ströndina og ég var í einn tíma þangað og þegar við komum þá var ferja sem maður þurfti að fara á, var biluð, og ég þurfti að fara alla leið til baka á aðra strönd. Ég sá rosalega spíttbáta með rosalegum mótorum, það var ótrúlegt. Þegar við vorum að fara heim þá fórum við aðeins á flugvöllinn að skoða flugvélar og ég sá tvær þyrlur og það var verið að búa til hina og ég sá líka einkaþyrlu, flugvél sem ég og pabbi ætlum kannski að fljúga í. Kannski bara með tveimur frammí-sætum, sem ég má sitja í og ég hlakka dálítið til. Rafmagnið sló út hjá okkur á hótelinu og ég fór á leikvöllinn og það fyrsta sem ég sá var röndótt eðla og ég reyndi að ná henni, þá fór hún undir pall og ég kíkti undir pallinn og ég sá tvö eðlupör. Ég var í skólanum, á bókasafninu og það var síðasti tíminn, ég var að skoða einhverja risaeðlubók, og áður en ég vissi af þá voru allir farnir nema ég.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:15 | Facebook
Athugasemdir
Halló Hallgrímur!
Þetta er frábær bloggsíða hjá þér. Gaman að geta fylgst með daglegu lífi ykkar í Maputo. Kysstu mömmu, pabba og Ásdísi frá okkur.
Þórunn og Hrafnhildur Ming
Þórunn & Hrafnhildur Ming (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 14:52
Hæ Hallgrímur mikið er ég hrifin af bloggsíðunni þinni og blogginu, ég er svolítið tímabundin núna en ég skrifa meira næst knús til ytkkar allra Sirrí
Sirrí (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 15:26
Hæ Hallgrímur
Ég er hér að prófkjörast en við Kristrún skoðuðum síðuna þína í dag og hún skrifaði í gestabókina þína. Hún er farin að sofa og talar of um vin sinn Hallgrím. Veit að þú verður duglegur að kynnast krökkum og tala ensku því þú ert jú svo klár strákur. Kysstu mömmu, pabba og Ásdísi frá okkur.
p.s. flottar sögur um eðlurnar
Steinunn Valdís (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 23:11
Halló Hallgrímur. Það er ofsalega gaman að lesa blogið þitt. ég er alltaf að kíkja til að sjá hvað er nýtt hjá þér. Ég dauðöfunda ykkur allt sem þið upplifið og sjáið þetta er algjört ævintýri hjá ykkur. Svo öll þessi mögnuðu dýr og fuglar. Þú ert nú dálítil hetja, svona óhræddur við eðlur og mýs.Þér að segja þá eru þau nú hræddari við okkur. Knúsaðu alla frá mér (ég er rosalega stolt af kærastanum) Dollý(frænka)
Solveig Theodórsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2006 kl. 15:48
Sæll Hallgrímur
Hér er afi og amma Dúna að skoða síðuna þín og kunna ekki á athugasemdirnar. þau eru voða kát ! :) Nú ætla ég að kenna þeim. Öllum finnst mjög gaman að lesa þetta og afi undrast hvað þessi litli kroppur, þ.e. þú, skulir hafa mikla visku og stóra sál :)I
Bestu kveðjur
Vera frænka og allir hinir
Vera Valgarðsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2006 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.