Krabbarnir

Ég fór á fiskmarkað. Við smökkuðum krabba nokkra. Ég smakkaði hrognin. Ég kúgaðist af þeim en gott að þau voru ekki mörg. Svo var allur fiskurinn er ég fór að skoða fiskinn. Ég með klóna af krabbanum í nefinuÉg sá rauðan rómara, lúðu, síli, skötu og lifandi krabba. Ég snerti einn. Við tókum mynd af þeim sem ég get sýnt ykkur.  Svo var einhver sem keypti þrjá lifandi krabba.

Ég var í bingói í skólanum. Ég vann aldrei en ein kona sem vann þrisvar sinnum. Ég lék leikrit um gíraffa sem hét Gerald og sögumaðurinn var stelpa frá South Africa og hún lék ömmu. 4 krakkar voru fílar, þeir dönsuðu eitthvað. Aparnir dönsuðu rokk, nashyrningarnir dönsuðu tja tja tja. Ég var ljón og ég tansaði tangó. The zebra dönsuðu einhvern dans. Mamma var að koma frá Malaví.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott síða hjá þér Hallgrímur og fín mynd af þér með krabbaklóna. Eins gott að þú stakkst henni ekki á nefið á meðan krabbinn var enn á lífi!!! En klóin var nú ekki svona fallega rauð á litinn fyrr en það var búið að sjóða hana.
Kveðja,
Marta í Mósambík

Marta í Mapútó (IP-tala skráð) 29.10.2006 kl. 12:09

2 identicon

Halló Hallgrímur
Flott síða hjá þér, skemmtilegar sögur! Ævintýrin leynast greinilega við hvert fótmál í Afríku. Tómas bróðir minn er í heimsókn hjá mér og biður að heilsa þér. Nú er rigning og engar mýs í húsinu en á leiðinni í leikskólann í gær sáu Hallgrímur og Kári Daníel krumma vera að kroppa í dauða rottu á Njarðargötunni. Margrét María er hjá dagmömmu og leikur sér þar aðallega við strák sem á biskup Íslands fyrir afa. Það held ég nú.
Ég bið að heilsa mömmu, pabba og Ásdísi.
Bless - Oddný

Oddný (IP-tala skráð) 2.11.2006 kl. 15:45

3 identicon

Halló, halló. Mikið er nú gaman að geta aðeins fengið fréttir af ykkur.Mér sýnist nú á öllu að þú verðir vísinda-grúskari Hallgrímur! Bið að heilsa mömmu,Ásdísi og pabba.Knús - Milla.

Emilía Árnadóttir (IP-tala skráð) 2.11.2006 kl. 17:19

4 identicon

Sæll Hallgrímur. Mikið er gaman að lesa síðuna þína. Það er greinilega gaman í Afríku. Það var gaman á ítalíu. Það er orðið dimmt hérna á Íslandi.Það voru kjötbollur í matinn í gær og Gletta hundurinn minn var mikið að sníkja. Er vetur í Afríku ? Ég skrifa þér aftur seinna. Margrét Sjöfn frænka.

Margrét Sjöfn (IP-tala skráð) 7.11.2006 kl. 10:30

5 identicon

Halló. Á ekki að skrifa fleiri pistla maður bíður spenntur eftir að lesa. Elsku Hallgrímur minn farðu í föt nafna þíns og farðu að skrifa. bestu kveðjur til allra frá Dollý(pínkulítið kjærustu)

Dollý (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 21:29

6 identicon

Halló. Á ekki að skrifa fleiri pistla maður bíður spenntur eftir að lesa. Elsku Hallgrímur minn farðu í föt nafna þíns og farðu að skrifa. bestu kveðjur til allra frá Dollý(pínkulítið kjærustu)

Dollý (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband