Vonda sprautan og malarían

rapid-test-kitÉg fékk hita og hausverk um daginn, og illt í hálsinn og mamma og pabbi eru alltaf hrædd um að við séum með malaríu ef við fáum hita. Það er einu sinni búið að fara með Ásdísi til læknisins til að láta taka blóð úr henni til að gá hvort hún hafi verið með malaríu, en sem betur fer var hún ekki með malaríu. Mamma keypti svona dót til að gá hvort maður er með malaríu í S Afríku um daginn og um kvöldið stakk pabbi einhverri nál eðá hníf í puttann á mér og lét blóð leka inn í plastpípu. Mér fannst það ógeðslega vont og ég fór að grenja eins og einhver skepna, þannig að pabbi gat ekki haldið mér og svo stakk hann mig og þetta var pínulítil stunga og svo var þetta bara allt búið. Svo lét hann blóðdropana detta ofan í gat í plasti og setti svo eitthvað annað leka lika og það kom bara eitt strik sem þýðir ekki malaría. Úff ég heppinn að hafa ekki malaríu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband